Bílalest á leið til Gasa frá Túnis

Fólk kom saman í Túnis við upphaf ferðar bílalestarinnar.
Fólk kom saman í Túnis við upphaf ferðar bílalestarinnar. AFP

Hundruð manna, flestir frá Túnis, lögðu af stað til Gasa með það að markmiði að „rjúfa umsátrið“. 

Skipuleggjendur sögðu að níu bifreiðar hefðu lagt af stað frá Túnis, ekki með hjálpargögn, heldur frekar með það að markmiði að framkvæma „táknræna athöfn“ með því að rjúfa umsátrið um Gasa. 

Bílalestin hefur fengið nafnið „Soumoud“ sem þýðir „staðfesta“ á arabísku. Á meðal farþega eru læknar sem stefna á að komast til Rafha-borgar í suðurhluta Gasa „fyrir lok vikunnar“. 

Bílalestin mun keyra í gegnum Líbíu og Egyptaland. Ekki hefur þó fengist leyfi hjá síðarnefnda ríkinu. 

AFP

Um þúsund manns

„Við erum um þúsund manns, og fleiri munu bætast við á leiðinni,“ sagði Jawaher Channa, talskona túnískra samtaka sem styður Palestínu. 

Aðgerðarsinnar frá Alsír, Máritaníu, Marokkó og Líbýu eru á meðal farþega. 

Eftir 21 mánuð af stríðsátökum er aukinn alþjóðlegur þrýstingur á Ísrael að heimila meiri flutning hjálpargagna inn á Gasa. 

Í nótt var skúta með tólf aðgerðarsinnum, þar á meðal Gretu Thunberg, stöðvuð fyrir utan strendur Gasa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert