Frederick Forsyth er látinn

Frederick Forsyth gaf út meira en 25 bækur á ferlinum.
Frederick Forsyth gaf út meira en 25 bækur á ferlinum. AFP/Justin Tallis

Breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth er látinn, 86 ára að aldri.

Forsyth var þekktastur fyrir spennusögur sínar en hann gaf út bækur á borð við The Day of the Jackal, The Odessa File, The Dogs of War og The Fourth Protocol. Bækur hans seldust í yfir 70 milljón eintökum og voru margar jafnframt kvikmyndaðar.

Áður en Forsyth hóf rithöfundarferil sinn starfaði hann sem flugmaður í breska flughernum og síðar sem fréttaritari fyrir Reuters og BBC. 

Forsyth var heiðraður með orðu breska heimsveldisins fyrir framlag sitt til bókmennta og fékk fjölmörg önnur verðlaun á ferlinum. 

Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Sandy, tvo syni og stórt safn vinsælla verka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert