Landgönguliðar sendir til Los Angeles

Þjóðvarðliðið hefur nú þegar verið kallað til Los Angeles.
Þjóðvarðliðið hefur nú þegar verið kallað til Los Angeles. AFP/Patrick T. Fallon

Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að hún muni senda 700 bandaríska landgönguliða til Los Angeles-borgar vegna átaka milli mótmælenda, lögreglu og þjóðvarðliða.

„Í ljósi aukinnar ógnar gegn alríkisstarfsmönnum og alríkisbyggingum verða 700 bandarískir landgönguliðar í virkri þjónustu frá Pendleton-bækistöðinni sendir til Los Angeles til að aðstoða við að vernda alríkisstarfsmenn og byggingar,“ sagði háttsettur embættismaður við AFP-fréttaveituna í kvöld.

Bandaríkjaher hefur staðfest þessa tölu, en fyrst sagði embættismaðurinn að 500 hermenn yrðu sendir. 

Er landgönguliðunum ætlað að koma til aðstoðar við þjóðvarðliðið. 

Brjálæðislegir draumórar

Gawin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gagnrýnir þessa ákvörðun á samfélagsmiðlinum X, líkt og hann gerði er Trump lét kalla út þjóðvarðlið fyrir mótmælin.

„Bandarískir landgönguliðar hafa þjónað af sóma í mörgum stríðum til varnar lýðræði,“ skrifaði Newsom á samfélagsmiðlunum X.

„Þeir ættu ekki að vera sendir á bandaríska grundu til að mæta löndum sínum til að uppfylla brjálæðislega draumóra forseta með einræðistilburði. Þetta er óbandarískt.“

Uppfært klukkan 22.35:

Upprunalega hafði komið fram að 500 landgönguliðar yrðu sendir til Los Angeles en stuttu síðar kom í ljós að þeir verða 700.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka