Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að hún muni senda 700 bandaríska landgönguliða til Los Angeles-borgar vegna átaka milli mótmælenda, lögreglu og þjóðvarðliða.
„Í ljósi aukinnar ógnar gegn alríkisstarfsmönnum og alríkisbyggingum verða 700 bandarískir landgönguliðar í virkri þjónustu frá Pendleton-bækistöðinni sendir til Los Angeles til að aðstoða við að vernda alríkisstarfsmenn og byggingar,“ sagði háttsettur embættismaður við AFP-fréttaveituna í kvöld.
Bandaríkjaher hefur staðfest þessa tölu, en fyrst sagði embættismaðurinn að 500 hermenn yrðu sendir.
Er landgönguliðunum ætlað að koma til aðstoðar við þjóðvarðliðið.
Gawin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, gagnrýnir þessa ákvörðun á samfélagsmiðlinum X, líkt og hann gerði er Trump lét kalla út þjóðvarðlið fyrir mótmælin.
„Bandarískir landgönguliðar hafa þjónað af sóma í mörgum stríðum til varnar lýðræði,“ skrifaði Newsom á samfélagsmiðlunum X.
„Þeir ættu ekki að vera sendir á bandaríska grundu til að mæta löndum sínum til að uppfylla brjálæðislega draumóra forseta með einræðistilburði. Þetta er óbandarískt.“
Uppfært klukkan 22.35:
Upprunalega hafði komið fram að 500 landgönguliðar yrðu sendir til Los Angeles en stuttu síðar kom í ljós að þeir verða 700.
U.S. Marines have served honorably across multiple wars in defense of democracy. They are heroes.
— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 9, 2025
They shouldn't be deployed on American soil facing their own countrymen to fulfill the deranged fantasy of a dictatorial President.
This is un-American. pic.twitter.com/v5Va7hbgBb