Greta Thunberg komin til Svíþjóðar

Aðgerðarsinninn Greta Thunberg er komin aftur til Svíþjóðar.
Aðgerðarsinninn Greta Thunberg er komin aftur til Svíþjóðar. AFP

Aðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt aftur til Svíþjóðar eftir að skút­an Madleen, sem hún og ellefu aðrir aðgerðarsinn­ar voru um borð, var stöðvuð af Ísra­els­her. 

Skút­an var stöðvuð í gær­ og sigldi í kjöl­farið í ísra­elska höfn eft­ir að Isra­el Katz, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, hafði fyr­ir­skipað hernum að hindra för skút­unn­ar. 

Aðspurð hvort hún hefði verið hrædd þegar Ísraelsmenn komu um borð í skútuna sagði Thunberg: „Ég er einungis hrædd við þögnina sem er þegar verið er að fremja þjóðarmorð.“

Farþegum skút­unn­ar var gef­inn sá kost­ur að velja á milli þess að yf­ir­gefa landið sjálf­vilj­ugir eða þá að vera dreg­nir fyr­ir ísra­elska dóm­stóla.

Thun­berg valdi því þann kost að snúa til síns heima, en hún lenti í Stokkhólmi síðla kvölds. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert