Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Los Angeles, „sem eitt sinn var stórkostleg borg,“ hefði „brunnið til öskju“ ef ekki hefði verið fyrir inngrip hans.
Þetta kom fram á síðu forsetans á Truth Social í dag.
Mótmælin stóðu yfir í gærkvöldi, fjórða daginn í röð. Íbúar í Los Angeles, sem margir hverjir eru af rómansk-amerískum uppruna, mótmæla hertri innflytjendastefnu Donalds Trump.
Trump tók ákvörðun um að senda 2.000 þjóðvarðaliða til borgarinnar auk 700 landgönguliða. Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newscum, hefur gagnrýnt Trump fyrir það og hyggst kæra hann fyrir ákvörðunina.
Trump hefur hins vegar sagt ákvörðunina vera frábæra.