Óeirðir í kjölfar tilraunar til nauðgunar

Mótmælandi gefur lögreglu skýr skilaboð.
Mótmælandi gefur lögreglu skýr skilaboð. AFP/Paul Faith

Miklar óeirðir hafa verið í bæ í Norður-Írlandi síðastliðna tvo daga í kjölfar handtöku tveggja unglinga sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til nauðgunar.

Táningspiltarnir tveir eru á fjórtánda aldursári og báðir frá Rúmeníu. Við ákæruna brutust út miklar óeirðir í bænum Ballymena, sem staðsettur er 50 kílómetrum norðaustan Belfast. 

Hundruð mótmælenda ollu miklu tjóni á götum bæjarins þar sem þeir meðal annars köstuðu bensínsprengjum og glerflöskum. 

Miklar skemmdir

Fimmtán lögreglumenn meiddust í óeirðunum og liggja sumir þeirra á spítala. Fjögur hús skemmdust eftir íkveikju og þá hafa gluggar á byggingum verið brotnir.

Sjónarvottur segir mótmælendur hafa herjað á innflytjendur, en mikið af innflytjendum er í sveitarfélaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert