Kanslari Austurríkis hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu vegna skotárásar í skóla í borginni í Graz í morgun, þar sem níu létust og á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var fyrrverandi nemandi við skólann.
„Meðan á þriggja daga þjóðarsorg stendur munum við Austurríkismenn minnast fórnarlambanna,“ sagði Christian Stocker, kanslari Austurríkis, á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.
„Þetta er svartur dagur,“ sagði Stocker jafnframt þar sem hann ávarpaði blaðamenn, ásamt Gerhard Karner, innviðaráðherra landsins.
Elke Kahr, borgarstjóri í Graz, staðfesti við fjölmiðla í morgun að nokkrir nemendur og að minnsta kosti einn fullorðinn, auk grunaðs byssumanns, væru meðal hinna látnu. Talið er að árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi á salerni í skólanum.