Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir

Gerhard Karner innviðaráðherra Christian Stocker kanslari héldu blaðamannafund fyrr í …
Gerhard Karner innviðaráðherra Christian Stocker kanslari héldu blaðamannafund fyrr í dag. AFP/Alex Halada

Kanslari Austurríkis hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu vegna skotárásar í skóla í borginni í Graz í morgun, þar sem níu létust og á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var fyrrverandi nemandi við skólann.

„Meðan á þriggja daga þjóðarsorg stendur munum við Austurríkismenn minnast fórnarlambanna,“ sagði Christian Stocker, kanslari Austurríkis, á blaðamannafundi eftir hádegi í dag.

„Þetta er svartur dagur,“ sagði Stocker jafnframt þar sem hann ávarpaði blaðamenn, ásamt Gerhard Karner, innviðaráðherra landsins. 

Elke Kahr, borg­ar­stjóri í Graz, staðfesti við fjölmiðla í morgun að nokkr­ir nem­end­ur og að minnsta kosti einn full­orðinn, auk grunaðs bys­su­manns, væru meðal hinna látnu. Talið er að árás­armaður­inn hafi svipt sig lífi á sal­erni í skól­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert