Tvö þúsund þjóðvarðliðar sendir til viðbótar

Mótmælendur í Los Angeles.
Mótmælendur í Los Angeles. AFP

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ákveðið að senda 2.000 þjóðvarðliða til viðbótar til að reyna koma böndum á fjöldamótmælin sem staðið hafa yfir í Los Angeles síðustu daga.

Mótmæli gegn innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar héldu áfram í Los Angeles í gær, fjórða daginn í röð.

Í gærkvöld tilkynnti stjórn Trumps að hún muni senda 700 bandaríska landgönguliða til borgarinnar og er þeim ætlað að koma til aðstoðar við þjóðvarðliðið.

Lögreglumenn í Los Angeles í gær.
Lögreglumenn í Los Angeles í gær. AFP

CNN og The New York Times greina frá því að lögreglan í Los Angeles hafi handtekið fjölda mótmælanda og flutt þá um borð í rútur en lögreglan hafði varað mótmælendur við því að þeir yrðu handteknir ef þeir færu ekki fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa götur borgarinnar.

Gary Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að kæra ríkistjórn Bandaríkjanna fyrir að senda hermenn þjóðvarðliðsins til Los Angles án hann samþykkis en hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær.

Newsom greindi frá því í gærkvöld að hann hyggist senda 800 lögreglumenn til viðbótar til Los Angeles vegna óeirðanna.

Færsla Newsom á samfélagsmiðlinum X deildi myndum af hermönnum liggjandi þétt staman á gólfi byggingar í Los Angles.

„Þú sendir þá án eldsneytis, matar, vatns eða svefnpláss,“ skrifar hann og bætir við: – „Ef einhver kemur fram við hermenn okkar af óvirðingu, þá ert það þú, Donald Trump.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert