Blaðamaður í fangelsi fyrir föðurlandssvik

Svetlana Burceva hefur verið dæmd í 6 ára fangelsi fyrir …
Svetlana Burceva hefur verið dæmd í 6 ára fangelsi fyrir föðurlandssvik. ERR/Priit Mürk

Héraðsdómurinn í Harju- sýslu í Eistlandi dæmdi blaðamann í sex ára fangelsi í dag fyrir föðurlandssvik. Blaðamaðurinn sem um ræðir er kona að nafni Svetlana Burceva og starfaði áður fyrir rússneska ríkisfjölmiðla.

Hún hefur þó unnið fyrir eistneskar netsíður sem eru undir stjórn rússneska fjölmiðilsins Rossiya Segodnya frá árinu 2017.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Svetlana hefði unnið með Roman Romachev, varaliðsforingja rússnesku öryggisþjónustunnar. Störf hennar á þeim vettvangi unnu gegn sjálfstæði og fullveldi Eistlands. 

Bókin var áróðursverk

Svetlana og Roman gáfu saman út bók um blendingshernað (e. hybrid warfare), en dómstóllinn sagði bókina hafa verið áróðursverk. Þar að auki ætluðu Roman og Svetlana að birta fjölda rita sem miðuðu að því að hrinda utanríkis- og öryggisstefnu Rússlands í framkvæmd.

Mikil spenna hefur ríkt á milli Eistlands og Rússlands eftir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu.

Svetlana, sem fékk eistneskan ríkisborgararétt árið 1994, hefur 30 daga til að áfrýja dóminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert