Hjörð vísunda á vergangi í Finnlandi

Evrópskir vísundar.
Evrópskir vísundar. AFP/Adrian Paclisan

Hjörð vísunda hefur verið á vergangi í Parikkala í suðurhluta Finnlands frá því á laugardag. Finnska ríkisútvarpið greinir frá.

Vísundarnir sem um ræðir eru 12 talsins en eigendur þeirra höfðu ekki tekið eftir því að þeir hefðu sloppið út úr girðingu fyrr en á laugardagskvöld þegar tilkynnt var um að vísundar væru á vergangi um fimm kílómetrum frá býli eigendanna.  

Telja eigendurnir að dýrin hafi sloppið vegna mannlegra mistaka þegar gleymdist að loka hliði girðingar eftir viðgerð á henni.

Erfitt geti verið að reka vísundana heim því þeir fari venjulega í öfuga átt en ætlað er, að sögn eigendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert