Weinstein sakfelldur

Weinstein í dómsal.
Weinstein í dómsal. AFP/Etienne Laurent/Pool

Kviðdómur hefur sakfellt fyrrverandi kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn kvikmyndaframleiðandanum Miriam Haley. Dómurinn sýknaði Weinstein hins vegar fyrir aðra sambærilega ásökun um kynferðisbrot gegn annarri konu.

Dómari í málinu á eftir að ákveða refsingu í málinu. 

Konurnar tvær kærðu Weinstein fyrir kynferðisbrot og nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir brotin árið 2020 en áfrýjunardómstóll felldi dóminn úr gildi.

Var það gert á þeim for­send­um að dómsmeðferðin hafi ekki verið sann­gjörn, þar sem kon­ur sem Wein­stein var ekki sakaður um að hafa brotið á fengu að bera vitni. Endurupptaka í málinu hófst fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert