Aðgerðir Trumps í LA: Bandaríska þjóðin klofin

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt gagnrýni vegna viðbragða sinna við …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt gagnrýni vegna viðbragða sinna við mótmælunum. AFP

Bandaríska þjóðin er klofin í garð ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að senda þjóðvarðlið og landgönguliða til Los Angeles til að brjóta á bak aftur óeirðir í tengslum við mótmæli vegna aukinnar hörku í brottvísun ólöglegra innflytjenda. 

Þetta kemur fram í nýlegri könnun Washington Post

Þar kemur fram að 41% Bandaríkjamanna styðji aðgerðir Trumps en 44% eru mótfallnir aðgerðum Bandaríkjaforseta. Þá taka 15% ekki afstöðu. 

40% sammála málstað mótmælanna

Repúblikanar eru í miklum meirihluta þeirra sem styðja aðgerðirnar en 86% þeirra styðja þær. Þá eru 76% demókrata mótfallnir aðgerðunum. 48% óflokksbundinna eru mótfallnir aðgerðum Trumps. 

Í könnuninni var einnig spurt hvort þátttakendur væru sammála málstað mótmælanna. Þá voru niðurstöðurnar enn jafnari, 40% þátttakenda voru sammála málstaðnum en 39% ósammála.

Meira en þúsund Bandaríkjamenn tóku þátt í könnun Washington Post, þar af tvö hundruð frá Kaliforníu en þeir voru mun mótfallnari aðgerðunum en svarendur frá öðrum ríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert