Einn farþegi komst lífs af

Heilbrigðisyfirvöld í Indlandi segja einn farþega hafa lifað flugslysið sem varð í morgun af. 242 farþegar voru í vélinni er hún hrapaði.

Að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins í Indlandi, Dhananjay Dwivedi, er nú verið að huga að farþeganum á sjúkrahúsi en ekki voru veittar frekari upplýsingar.

Teymi frá Bretlandi veitir aðstoð við rannsókn

Flugfélagið Air India hef­ur staðfest að 169 þeirra voru ind­versk­ir rík­is­borg­ar­ar, 53 bresk­ir, sjö portú­galsk­ir og einn kanadísk­ur. Þjóðerni þeirra tólf sem voru í áhöfn flug­vél­ar­inn­ar hef­ur ekki verið til­kynnt.

Flug­vél­in var á leið frá Ah­meda­bad í Indlandi á Gatwick-flug­völl í Lund­ún­um.

Breska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sent verði teymi frá Bretlandi sem muni aðstoða indversk yfirvöld við rannsókn á flugslysinu.

Flugvélin hrapaði í miðju íbúahverfi í borginni Ah­meda­bad skömmu eftir …
Flugvélin hrapaði í miðju íbúahverfi í borginni Ah­meda­bad skömmu eftir flugtak. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert