Ísrael segir Hamas vopnvæða þjáningar

Hamas vopnvæðir þjáningar að sögn utanríkisráðuneytis Ísraels.
Hamas vopnvæðir þjáningar að sögn utanríkisráðuneytis Ísraels. AFP

Utanríkisráðuneyti Ísrael segir Hamas-hryðjuverkasamtökin vopnvæða þær þjáningar sem íbúar á Gasa-ströndinni glíma við en varað hefur verið við hættu á hungursneyð á Gasa.

Drápu hjálparstarfsmenn

Bandarísku samtökin GHF, sem hafa dreift matvælum á Gasa síðustu vikur greindu frá því að meðlimir Hamas-samtakanna hafi ráðist að rútu með starfsmönnum sínum í gærkvöldi og drepið þar fimm menn sem tóku þátt í hjálparstarfi.

„Hamas er að vopnvæða þjáningar íbúa á Gasa. Hamas kemur í veg fyrir að matvælum sé útdeilt, ráðast að hjáparstarfsmönnum og hafa hafnað eigin fólki,“ segir utanríkisráðuneyti Ísraels um atvikið. 

GHF-samtökin tóku til starfa fyrir örfáum mánuðum og hafa þegar útdeilt mörgum milljónum máltíða til íbúa á Gasa-ströndinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað að taka þátt í samstarfi með samtökunum sökum þess að hlutleysi samtakanna hefur verið lagt í efa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert