Óttast að fjöldi manns hafi farist í flugslysi

Myndin er frá vettvangi slyssins.
Myndin er frá vettvangi slyssins. AFP

Flugvél hrapaði við Ahmedabad-flugvöllinn í Indlandi nú fyrir skömmu, óttast er að mikill fjöldi hafi farist. 

Flugvélin var á leið frá Ahmedabad í Indlandi á Gatwick-flugvöll í Lundúnum. 

Flugvélin sem fórst var á vegum flugfélagsins Air India sem er næst stærsta flugfélag Indlands. Um var að ræða flugvél af gerðinni Boeing 787 Dreamliner. 

242 farþegar voru um borð í vélinni. 

Mikill reykur berst nú frá þeim stað þar sem flugvélin hrapaði en myndskeiðum frá vettvangi hefur verið deilt á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert