Lögregluyfirvöld á Indlandi segja nú í það minnsta 265 vera látna eftir flugslysið á Indlandi í dag.
Eins og komið hefur fram þá lifði einn farþegi um borð í vélinni slysið af. 242 farþegar voru um borð og er því ljóst að fólk sem var á jörðu niðri lést einnig í slysinu.
Flugvélin var á leið til Lundúna í Englandi en hún lagði af stað frá Ahmedabad í Indlandi. Um var að ræða flugvél flugfélagsins Air India og var hún af gerðinni Boeing 787-8 Dreamliner.
Flugfélagið segir að 169 farþegar hafi verið frá Indlandi, 53 frá Bretlandi, sjö frá Portúgal og einn frá Kanada.