Ætla ekki að sýna stillingu

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra íran.
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra íran. AFP

Ríkissjónvarp Írans hefur greint frá því að utanríkisráðherra landsins, Abbas Araghchi, hafi sagt David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, að Íran samþykki ekki ákall um að sýna stillingu gagnvart Ísrael.

Araghchi lagði áherslu á að viðbrögð Írans við árásum Ísraels yrðu „afgerandi og ótvírætt samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna“.

Íran­ir gera nú harða gagnárás á Ísra­el til að hefna fyr­ir á­rás­ir á her- og kjarn­orku­stöðvar víða um Íran sem hófust í nótt.

Fjöldi hátt­settra ír­anskra her­manna og vís­inda­manna hafa látið lífið í árás­un­um. Ísra­elsk yf­ir­völd hafa þó greint frá því að „eins og er séu eng­in áform um að fella stjórn­mála­leiðtoga í Íran“.

Íran­ir hafa kallað árás Ísra­ela „stríðsyf­ir­lýs­ingu“.

Fjöldi eldflauga hefur lent á húsum í borginni Tel Avív …
Fjöldi eldflauga hefur lent á húsum í borginni Tel Avív í Ísrael í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert