Ætlaði að hefja árásir í apríl

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist eiga von á fjölda gagnárása frá Írönum sem svar við árásum Ísraela sem hófust í nótt. Árás Ísraela hefur staðið til lengi en Netanjahú sagðist upprunalega hafa ætlað að hefja árásir í apríl. Hann segir árásina hafa verið nauðsynlega.

Íranir hafa kallað árás Ísraela „stríðsyfirlýsingu“.  Ísraelar hófu í nótt árásir á her- og kjarnorkustöðvar víða um Íran. Fjöldi háttsettra íranska hermanna og vÍsindamanna hafa látið lífið í árásunum. Ísraelsk yfirvöld hafa þó greint frá því að „eins og er séu engin áform um að fella stjórnmálaleiðtoga í Íran“.

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur greint frá því að hann hafi vitað af árásunum fyrirfram. Hann hefur einnig sagt að Íranir megi eiga von á mun harðari skipulögðum árásum í framtíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert