Árás Ísraela réttlæti Íran sem kjarnorkuveldi

Viðbragðsaðilar að störfum fyrir utan byggingu sem varð fyrir árás …
Viðbragðsaðilar að störfum fyrir utan byggingu sem varð fyrir árás Ísraela í nótt. Árásunum var beint að hernaðarlegum skotmörkum og kjarnorkuinnviðum Írana. AFP

Íranir segja banvæna árás Ísraela í nótt undirstrika nauðsyn þeirra til að efla eldflaugavarnir sínar og að auðga úran. Hún réttlæti Íran sem kjarnorkuveldi.

Skilji aðeins valdbeitingu

„Það eina sem svona grimm stjórnvöld eins og í Ísrael skilja er tungumál valdbeitingar,“ er haft eftir írönskum stjórnvöldum í yfirlýsingu.

„Heimurinn ætti nú að skilja kröfu Írans betur um réttinn til auðgunar, til að þróa kjarnorkutækni og efla eldflaugavarnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert