Fjórir létust í umferðaslysi í Frakklandi

Rútan er illa farin eftir slysið.
Rútan er illa farin eftir slysið. AFP/Jean Froncois Monier

Fjórir létust og níu slösuðust alvarlega í umferðaslysi í Frakklandi fyrr í dag. Þá voru flestir farþegar rútunnar frá Úkraínu, en þjóðerni þeirra látnu hefur ekki verið gefið upp.

Rútan var eina ökutækið sem tengdist slysinu. Meðal farþega rútunnar voru nemendur frá Úkraínu í skólaferðalagi á leið aftur til Úkraínu. Þeir látnu eru allir á fullorðinsaldri.

Þá hlutu 34 manns minni háttar meiðsli en alls voru 49 slökkviliðsbílar sendir á vettvang.

Slysið átti sér stað rétt fyrir utan bæinn Degre í vestur Frakklandi, 230 kílómetrum suðvestan Parísar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert