Íranar hefja árásir að nýju

Íranir gerðu eldflaugaárás á Tel Avív í kvöld.
Íranir gerðu eldflaugaárás á Tel Avív í kvöld. AFP/Jack Guez

Íranar hófu nýja umferð eldflaugaárása á Ísrael fyrir skömmu. Loftvarnaflautur óma nú í borgunum Tel Avív og Jerúsalem.

„Ný umferð íranskra eldflaugaárása á síonistalýðveldið er nú hafin frá [írönsku borgunum] Teheran og Kermanshah,“ sagði í frétt íranska ríkissjónvarpsins.

Þá hefur ísraelski herinn hvatt Ísraela til að leita skjóls vegna árásanna.

„Loftvarnaflautur hljómuðu á nokkrum svæðum um allt Ísrael í kjölfar þess að eldflaugar frá Íran sem stefndu í átt að Ísraelsríki greindust,“ sagði herinn í yfirlýsingu.

„Á þessari stundu er ísraelski flugherinn að vinna að því að grípa inn í og gera árásir þar sem nauðsyn krefur til að útrýma ógninni,“ sagði í yfirlýsingunni.

Um hefndarárásir að ræða

Árásir Írana eru gerðar til að hefna fyr­ir á­rás­ir á her- og kjarn­orku­stöðvar víða um Íran sem hóf­ust í nótt.

Fjöldi hátt­settra ír­anskra her­manna og vís­inda­manna hefur látið lífið í árás­un­um. Ísra­elsk yf­ir­völd hafa þó greint frá því að „eins og er séu eng­in áform um að fella stjórn­mála­leiðtoga í Íran“.

Íran­ar hafa kallað árás Ísra­ela „stríðsyf­ir­lýs­ingu“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert