Íranir hefna sín

Eldflaugar Íran yfir Ísrael.
Eldflaugar Íran yfir Ísrael. AFP/Jack Guez

Íran hefur hafið gagnsókn gegn Ísrael. Loftvarnaflautur óma nú um Jerúsalem og fleiri borgir. Þá hefur Írönum tekist að skjóta eldflaugum inn í landið og hafa sprengingar heyrst.

Ísraelski herinn segir Írani hafa skotið yfir tíu eldflaugum á loft og eru íbúar hvattir til að leita skjóls.

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hefur heitið hefndum.
Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hefur heitið hefndum. AFP

Stríðsyfirlýsing að mati Íran

Ísraelar hófu í nótt árásir á her- og kjarnorkustöðvar víða um Íran. Fjöldi háttsettra íranskra hermanna og vísindamanna hafa látið lífið í árásunum. Ísraelsk yfirvöld hafa þó greint frá því að „eins og er séu engin áform um að fella stjórnmálaleiðtoga í Íran“.

Íranir hafa kallað árás Ísraela „stríðsyfirlýsingu“.

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, heitir hefndum gegn Ísrael í myndbandsávarpi sem birtist nú fyrir skömmu.

„Þið megið ekki halda að þeir ráðist á okkur og að þetta sé búið. Nei. Þeir byrjuðu þetta og hófu þetta stríð. Við munum ekki leyfa þeim að sleppa frá þessum glæp sem þeir frömdu,“ sagði Khamenei.

Himininn yfir Netanya nú í kvöld.
Himininn yfir Netanya nú í kvöld. AFP/Jack Guez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert