Ísrael gerir árás á Íran

Árásirnar eru umfangsmiklar. Þær beinast að kjarnorkuinnviðum og hernaðarlegum skotmörkum …
Árásirnar eru umfangsmiklar. Þær beinast að kjarnorkuinnviðum og hernaðarlegum skotmörkum í Íran. AFP/Sepah News

Ísraelsher hefur gert árás á Íran. Samkvæmt ísraelskum stjórnvöldum þá var árásunum beint að kjarnorkuinnviðum Írans sem og hernaðarlegum innviðum. Yfirmaður íranska byltingarvarðarins hefur verið drepinn.

Ísraelsk stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi eftir að hafa gert árásirnar og sögðu að búast mætti við árás í „náinni framtíð“.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin hefi ekki haft neina aðkomu að árásunum.

„Fyrirbyggjandi“ aðgerð

Talsmaður ísraelska hersins segir í yfirlýsingu að Ísrael hafi hafið „fyrirbyggjandi, nákvæma, sameinaða sókn“ til að ráðast gegn kjarnorkuverkefni Írans.

Árásirnar væru viðbragð við „áframhaldandi árásargirni íranskra stjórnvalda í garð Ísraels.“

Tugir ísraelskra orrustuþotna tóku þátt í „fyrsta áfanga“ árása á kjarnorkuskotmörk á mismunandi svæðum í Íran, sagði í yfirlýsingunni. Ekki var útskýrt nánar hvort fleiri árásir væru í vændum.

„Í dag er Íran nær því en nokkru sinni fyrr að eignast kjarnorkuvopn. Gjöreyðingarvopn í höndum íranskra stjórnvalda eru ógnun við tilvist Ísraels og veruleg ógn við umheiminn.“

Ísraelski herinn kveðst reiðubúinn að halda áfram aðgerðum eftir þörfum.

Yfirmaður byltingarvarðarins drepinn

Ríkissjónvarp Írans greinir frá því að Hossein Salami, yfirmaður íranska byltingarvarðarins, hafi verið drepinn í árásum Ísraelshers á höfuðstöðvar íranska byltingarvarðarins í Teheran, höfuðborg Írans.

Ísraleska samgönguráðuneytið hefur tekið þá ákvörðun að loka lofthelgi Ísraels á meðan neyðarástand ríkir. Einnig er búið að loka lofthelginni í Íran.

BBC

Íranski byltingarvörðurinn hefur birt myndir af byggingum sem urðu fyrir …
Íranski byltingarvörðurinn hefur birt myndir af byggingum sem urðu fyrir árásum. AFP/Sepah News
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert