Ísrael muni hljóta „sársaukafull örlög“

Æðstiklerkur Írans.
Æðstiklerkur Írans. AFP

Klerkastjórnin í Íran hyggst bregðast við af hörku vegna árása Ísraela. Ísraelsk stjórnvöld vara eigin borgara við því að búast megi við meira mannfalli en venjulega. 

„Með þessum glæp hefur síonistastjórnin stefnt sér í beisk og sársaukafull örlög, sem hún mun án efa hljóta,“ sagði æðstiklerk­ur Írans, Ali Khameini, í yfirlýsingu í kjölfar árása Ísraels.

Hossein Salami, yf­ir­maður ír­anska bylt­ing­ar­varðar­ins, var meðal annars drep­inn í árás­um Ísra­els­hers.

Abolfazl Shekarchi, talsmaður íranska hersins, heitir einnig hefndum.

„Herir landsins munu án nokkurs vafa svara þessari síonísku árás.“

Hann bætti við að Ísrael myndi „bera þungan kostnað af“ og ætti að búast við „hörðum viðbrögðum“ frá íranska hernum.

Mannfall gæti orðið meira en Ísraelsmenn eru vanir

Yfirmaður ísraelska hersins, Eyal Zamir, varaði við því að Ísraelar myndu ekki endilega ná öllum sínum markmiðum í þeim loftárásum sem ráðist hefur verið í.

Sagði hann þjóðina þurfa að búa sig undir mögulegar hefndaraðgerðir frá írönskum stjórnvöldum.

„Ég get ekki lofað algjörum árangri – íranska stjórnin mun reyna að hefna sín,“ sagði hershöfðinginn Eyal Zamir og bætti við að mannfallið í Ísrael gæti orðið meira en það sem Ísraelsmenn hafa vanist.

Árás­un­um var beint að kjarn­orku­innviðum Írans sem og hernaðarleg­um innviðum.
Árás­un­um var beint að kjarn­orku­innviðum Írans sem og hernaðarleg­um innviðum. AFP/Sepah News
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert