Minnst sex kjarnorkuvísindamenn féllu í árásunum

Gervihnattamynd frá Planet Labs PBC sýnir Natnz kjarnorkuaðstöðu Írans, suður …
Gervihnattamynd frá Planet Labs PBC sýnir Natnz kjarnorkuaðstöðu Írans, suður af Teheran. Árásir Ísraela í nótt beindust að um 100 skotmörkum, þar á meðal kjarnorkuinnviðum. AFP

Að minnsta kosti sex sérhæfðir vísindamenn í kjarnorku féllu í árásum Ísraela á Íran í nótt, að sögn fjölmiðla í Íran.

Tasnim fréttastofan hefur nafngreint vísindamennina en þar á meðal er Mohammad Mehdi Tehranchi, forseti íslamska Azad-háskólans í Íran.

Beindust einnig að íbúðarbyggingum

Fereydoun Abbasi, fyrrverandi yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Írans, var einnig meðal þeirra vísindamanna sem féllu, að sögn Tasnim fréttastofunnar.

Árásirnar í nótt beindust meðal annars að aðstöðu Írana til auðgunar kjarnorku en einnig að íbúðarbyggingum í Teheran.

Bæði Hossein Salami, yfirmaður byltingarvarðarins og Mohammad Bagheri hershöfðingi féllu í aðgerðum Ísraelshers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert