Netanjahú: Meira á leiðinni

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraela segir frekari árásir væntanlegar.
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraela segir frekari árásir væntanlegar. AFP/Evelyn Hockstein

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­ín Net­anja­hú, segir frekari árásir væntanlegar í ávarpi eftir gagnárás Írana fyrr í kvöld. 

„Það er meira á leiðinni, stjórnvöld í Íran vita ekki hvað skall á, eða mun skella á. Þau hafa aldrei verið veikari,“ sagði Netanjahú í ræðu sinni í kvöld.

Beinist ekki gegn almennum borgurum í Íran

Forsætisráðherrann tók jafnframt fram að árásir Ísraels séu ekki ætlaðar gegn almennum borgurum í Íran heldur stjórnvöldum Írans. 

Þá segir Netanjahú að markmið árásanna sé að koma í veg fyrir kjarnorku- og skotflaugaógn stjórnvalda í Íran ógni Ísrael í framtíðinni.

Netanjahú ávarpaði írönsku þjóðina beint í ræðu sinni og sagði þetta vera tækifæri þjóðarinnar til að láta rödd sína heyrast. 

Mikill viðbúnaður er á götum Tel Avív vegna árása Írana.
Mikill viðbúnaður er á götum Tel Avív vegna árása Írana. AFP/Jack Guez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert