Sprenging á flugvelli í Teheran

Sprengjur Íranshers lentu á byggingum í Tel Avív í kvöld.
Sprengjur Íranshers lentu á byggingum í Tel Avív í kvöld. AFP/Gil Cohen-Magen

Sprenging virðist hafa orðið á Mehrabad-flugvelli í grennd við Teheran í Íran rétt í þessu. Íranski fréttamiðilinn Mehr greinir frá þessu.

AFP-fréttaveitan hefur eftir blaðamanni sínum í Teheran að reykur og eldur sjáist á flugvellinum. 

Óljóst er hvort Ísraelsher hafi varpað sprengjum á flugvöllinn, en Íran hefur gert gagnárás á landið nú í kvöld til að hefna fyrir umfangsmikla árás Ísraels á Íran í síðustu nótt. 

Hættan liðin hjá í bili í Ísrael

Hættan virðist liðin hjá í bæjum og borgum í Ísrael í kvöld en herinn hefur gefið út þau skilaboð til íbúa landsins að þeir geti komið aftur upp úr loftvarnarbyrgjum sínum. 

Íransher hefur gert tvær árásir á Ísrael í kvöld og hafa sprengjur þeirra lent á íbúðabyggingum víða í landinu. Flestir þeirra særðu eru almennir borgarar að því er viðbragðsaðilar í Ísrael greina frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert