Sprengjum rignir yfir Tel Avív

Eldar loga í blokk í Tel Avív.
Eldar loga í blokk í Tel Avív. AFP/Jack Guez

Fjöldi eldflauga hefur lent á húsum í borginni Tel Avív í Ísrael í kvöld. Íranir gera nú harða gagnárás á Ísrael til að hefna fyrir ásrásir á landið í nótt.

Fimm hafa slasast í árásum Írans hingað til að sögn viðbragðsaðila í Tel Avív. Mikil sprenging varð í borginni nú fyrir skömmu. 

Loftvarnir Ísraelsríkis virðast duga skammt í þessari árás Írans. 

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerk­ur Írans, hét hefndum í myndbandsávarpi sem birt var í Íran um það leyti sem gagnárás Írans hófst. 

„Þið megið ekki halda að þeir ráðist á okk­ur og að þetta sé búið. Nei. Þeir byrjuðu þetta og hófu þetta stríð. Við mun­um ekki leyfa þeim að sleppa frá þess­um glæp sem þeir frömdu,“ sagði Khamenei.

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu fréttaveitunnar Reuters frá Tel Avív.

Sprengjum hefur rignt yfir borgina í kvöld.
Sprengjum hefur rignt yfir borgina í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert