Varnarmálaráðherra Ísraels: „Teheran mun brenna“

Israel Katz.
Israel Katz. AFP/Attila Kisbenedek

„Teheran mun brenna“ ef Íran heldur áfram að skjóta flugskeytum á Ísrael. Þetta sagði Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, í morgun. 

„Íranski einræðisherrann er að breyta írönskum almenningi í gísla og er að búa til veruleika þar sem þeir, aðallega íbúar Teheran, munu gjalda þungu gjaldi vegna þess glæpsamlega skaða sem ísraelskur almenningur hefur orðið fyrir,“ sagði Katz í yfirlýsingu.

„Teheran [höfuðborg Írans] mun brenna ef [Ayatollah Ali] Khamenei heldur áfram að skjóta flugskeytum á Ísrael,” sagði hann.

Ísraelsher greindi frá því í morgun að herþotur þeirra hefðu haldið áfram árásum á Teheran eftir að loftvarnarkerfi Írans höfðu skotið niður flugskeyti þeirra í nótt.

Ónýt íbúðabygging í ísraelsku borginni Tel Aviv eftir árás Írans …
Ónýt íbúðabygging í ísraelsku borginni Tel Aviv eftir árás Írans í morgun. AFP/John Wessels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert