Stærsta landið vill meira land

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræðir við samstarfsmenn sína.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræðir við samstarfsmenn sína. AFP

Łukasz Pawłowski stýrir stefnumótunardeild pólska utanríkisráðuneytisins.

Pawłowski og teymi hans bera þannig meðal annars ábyrgð á langtímastefnumótun og gerð hinnar árlegu skýrslu Markmið pólskrar utanríkisstefnu. Þau vinna einnig náið með utanríkisráðherranum að árlegri ræðu hans fyrir pólska þinginu.

„Við vinnum einnig með hugveitum. Deild okkar hefur það sérstaka hlutverk að eiga í samskiptum og samstarfi við hugveitur, bæði innanlands og erlendis,“ útskýrir Pawłowski.

Hvernig skilgreinir Pólland stöðu sína í heiminum á þessum tímapunkti?

„Fyrst og fremst er víðtæk pólitísk samstaða um að það sé í okkar þágu að viðhalda stöðugleika í nærumhverfi okkar og góðum samskiptum við nágranna okkar – óháð því hverjir þeir eru, svo lengi sem þetta viðhorf er gagnkvæmt. Það er athyglisvert að allir nágrannar okkar nú eru aðrir en þeir sem við áttum árið 1990. Þá áttum við landamæri að Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Sovétríkjunum. Sem betur fer eru Sovétríkin og blokkin sem þau mynduðu eftir seinni heimsstyrjöldina – sem Pólland var þvingað til að vera hluti af – ekki lengur til.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert