Þrír kjarnorkuvísindamenn til viðbótar féllu

Skilti með myndum af írönskum hershöfðingjum og kjarnorkuvísindamönnum sem féllu …
Skilti með myndum af írönskum hershöfðingjum og kjarnorkuvísindamönnum sem féllu í árásum Ísraela. AFP/Atta Kenare

Ísraelar hafa drepið þrjá íranska kjarnorkuvísindamenn til viðbótar, að sögn íranska ríkissjónvarpsins. Þar með hafa níu slíkir vísindamenn fallið í árásum Ísraela að undanförnu.

„Þrír af kjarnorkuvísindamönnum þjóðarinnar, Ali Bekaei Karimi, Mansour Asgari og Saeed Borji dóu píslarvættisdauða í hryðjuverkaárás Ísraels,“ sagði í frétt sjónvarpsins.

Áður höfðu íranskir fjölmiðlar greint frá því að sex slíkir vísindamenn hefðu fallið í árás Ísraels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert