Augu flughers Rússa eru tekin að lokast

Tvær eftirlits- og njósnaflugvélar Rússa urðu fyrir árásardrónum í upphafi …
Tvær eftirlits- og njósnaflugvélar Rússa urðu fyrir árásardrónum í upphafi mánaðarins. Vélarnar eru mikilvægar enda fáar eftir. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu

Deilt er um fjölda þeirra flugvéla sem skemmdust og/eða eyðilögðust með öllu í drónaárás Úkraínuhers á fjóra herflugvelli djúpt inni í rússnesku landi hinn 1. júní síðastliðinn.

Strax í kjölfar árásarinnar sagði varnarmálaráðuneyti Úkraínu hersveitir sínar hafa eyðilagt og skemmt alls 41 loftfar, þ.e. sprengju-, orrustu- og birgðavélar Rússa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segist nú hafa greint tjónið með aðstoð gervihnatta og eru 20 flugvélar sagðar hafa orðið fyrir árásinni og eru um tíu þeirra sagðar ónýtar. Búast má við að laskaðar vélar verði annaðhvort gerðar upp eða nýttar undir varahluti. Í hópi þessara flugvéla eru tvær eftirlits- og njósnaflugvélar, tæki sem Rússlandsher má illa við að missa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert