Háttsettur yfirmaður í íranska hernum hefur varað Ísrael við því að viðbrögð frá Íran verði hörð og fullyrðir að landið verði ekki hæft til búsetu í framtíðinni.
Ofurstinn Reza Sayyad, sem einnig er talsmaður íranska hersins, lét þessi orð falla í ávarpi sem ríkismiðill Írans sjónvarpaði fyrr í kvöld.
Hann beindi meðal annars orðum sínum til íbúa Ísraels og hvatti þá til að yfirgefa landið þar sem það yrði óbyggilegt eftir árásir íranska hersins.
Jafnframt tók hann fram að sprengjubyrgi muni ekki tryggja öryggi borgaranna.
Átök milli ríkjanna hafa haldið áfram í dag og staðið yfir síðan aðfaranótt föstudags. Heilbrigðisráðuneyti Írans hefur greint frá því að í það minnsta 128 Íranar hafi látið lífið í árásum Ísraela.