Tala látinna komin upp í 270

Flugvélin hrapaði á íbúðarhúsnæði á fimmtudag.
Flugvélin hrapaði á íbúðarhúsnæði á fimmtudag. AFP

Læknar á Indlandi segja að tala látinna vegna flugslyssins sem varð í borginni Ahmedabad á fimmtudag sé komin upp í 270. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Flugvélin, sem var á leið til Lundúna, fórst skömmu eftir flugtak þegar hún hrapaði á íbúðar­hús­næði sem hýsti lækna frá BJ læknaháskólanum og borgarspítalanum.

Allir um borð létust nema einn af 242 farþegum og áhafnarmeðlimum.

Verið að bera kennsl á hina látnu

Yfirvöld á Indlandi hafa nú verið að reyna að fá heildaryfirsýn yfir hversu margir létust á jörðu niðri vegna slyssins.

Dr. Dhaval Gameti, formaður samtaka unglækna við læknaháskólann, upplýsir að 270 lík hafi verið flutt á borgarspítalann og að 241 þeirra séu talin hafa verið um borð í flugvélinni. 

Þá stendur yfir ferli við að bera kennsl á hina látnu með DNA-sýnum og hafa nú verið borin kennsl á 30 af þeim látnu með sýnum frá aðstandendum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert