Fimm Úkraínumenn hafa látist í gagnrárásum Írana á borgina Bat Yam í Ísrael, þar af voru þrjú börn. Úkraínska utanríkisþjónustan greindi frá því að árásin á borgina Bat Yam hafi verið gríðarleg.
Átök milli ríkjanna hafa haldið áfram í dag og staðið yfir síðan á aðfaranótt föstudags. Heilbrigðisráðuneyti Írans hefur greint frá því að í það minnsta 128 Íranar hafa látið lífið í árásum Ísraela.
Benjamín Netanjahú sagði frá því í ávarpi að „Íran muni gjalda dýru verði“ fyrir árásirnar sem bitna á almennum borgurum, konum og börnum.