Erdogan býðst til að miðla málum

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrkland reiðubúið til að gegna hlutverki í friðarviðræðum milli Írans og Ísraels.

Erdogan ræddi við Masoud Pezes­hki­an Íransforseta símleiðis í dag þar sem Erdogan greindi frá fyrirætlunum sínum.

Þá vill Erdogan binda tafarlausan enda á átökin en hefja kjarnorkuviðræður á ný. Tyrklandsforseti hefur gagnrýnt árásir Ísraela harkalega. 

Erdogan hefur reynt að leiða friðarviðræður milli Rússlands og Úkraínu en Tyrkland var reiðubúið að hýsa viðræður þjóðanna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert