Árásarmaðurinn handtekinn í Minnesota

Lögreglan í Minnesota að störfum.
Lögreglan í Minnesota að störfum. AFP/Stephen Maturen

Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum segist hafa handtekið grunaðan morðingja þingkonu og eiginmanns hennar.

Maðurinn var handtekinn án þess að beita þurfti valdi eftir tveggja daga leit.

Lögreglustjórinn Jeremy Geiger greindi frá þessu á blaðamannafundi.

Maðurinn, Vance Luther Boelter, er einnig grunaður að hafa skotið þingmanninn John Hoffman og eiginkonu hans Yvette á heimili þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert