Segir að aftaka æðsta klerksins myndi enda stríðið

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans. AFP/Menahem Kahana/Khamenei

Það myndi ekki magna átökin, heldur myndi það binda enda á þau,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráherra Ísraels um hvað myndi gerast ef Ísrael myndi drepa Ali Khamenei, æðsta klerk Írans.

Donald Trump Bandaríkjaforseti setti Netanjahú nýlega stólinn fyrir dyrnar en forsætisráðherrann hafði uppi fyrirætlanir um að ráða æsta klerk Írans af dögum.

Átök ríkjanna hafa farið stigmagnandi undanfarna daga. Netanjahú sagði í dag að stríðið væri á barmi kjarnorkustyrjaldar. Hann sagði Ísrael vera að koma í veg fyrir það með því að beita sér gegn illum öflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert