Ísraelski herinn segist hafa ráðið Ali Shadmani, æðsta herforingja Íran, af dögum með loftárásum sínum í nótt.
Í yfirlýsingu frá hernum segir að skyndilegt tækifæri um nótt hafi gert ísraelska hernum kleift að gera árás á mannaða stjórnstöð í miðri Tehran og taka Shadmani úr leik, æðsta herforingja og næsta mann við æðsta klerks Írans, Ayatollah Ali Khamenei.
Að sögn hersins stjórnaði Shadmani bæði íslamska byltingarvarðliðinu og íranska hernum.