Ísrael vinni skítverkin í Íran

Friedrich Merz , kanslari Þýskaland situr með Shigeru Ishiba, forsætisráðherra …
Friedrich Merz , kanslari Þýskaland situr með Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans á ráðstefnu G7-ríkjanna í Kanada. AFP/Suzanne Plunkett

Friedrich Merz kanslari Þýskalands segir Þjóðvera styðja heilshugar við bakið á Ísrael í árásum þeirra á Íran. 

Þetta tjáði Merz þýskum fjölmiðlum á ráðstefnu G7-ríkjanna í Kanada í dag. 

„Þetta eru skítverkin okkar sem Ísrael er að vinna í okkar þágu,“ sagði kanslarinn. 

„Við erum líka fórnarlömb klerkastjórnarinnar, sem hefur borið á borð dauða og eyðileggingu í heiminum,“ sagði Merz ómyrkur í máli.

Hann sagði klerkastjórn Írans hafa veikst töluvert í kjölfar árása Ísraels og að ólíklegt væri að stjórnin næði sínum fyrri styrk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert