Utanríkisráðuneyti Kína hefur sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að „hella olíu á eldinn“ í vaxandi átökum milli Írans og Ísraels, eftir að forsetinn sagði íbúum Teheran í Íran að „yfirgefa borgina tafarlaust“.
„Allir ættu að yfirgefa Teheran tafarlaust!“ skrifaði Trump á Truth Social í gær.
„Að hella olíu á eldinn, koma með hótanir og auka þrýsting mun ekki hjálpa til við að draga úr ástandinu, heldur mun það aðeins auka og breiða út átökin,“ sagði Guo Jiakun, talsmaður utanríkisráðuneytisins, spurður um ummæli Trumps á blaðamannafundi.