Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað til fundar þjóðaröryggisráðs vegna átakanna á milli Íran og Ísrael.
Þetta herma heimildir AFP-fréttaveitunnar en fundurinn er ekki hafinn.
Í færslu á Truth Social fyrir stuttu sagðist Trump vita hvar Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írana, sé að fela sig. Bandaríkjamenn ætli þó ekki að ráða hann af dögum í bili.
Þá sagði hann Bandaríkin hafa fulla stjórn á lofthelgi Íran.