Átök Ísraels og Írans stigmagnast

Íbúar Tel Avív leituðu skjóls í bílastæðahúsi í fyrrinótt er …
Íbúar Tel Avív leituðu skjóls í bílastæðahúsi í fyrrinótt er Íranar skutu eldflaugum á borgina. Ísraelsher sagðist hafa skotið flestar niður. AFP/Menahem Kahana

Ekkert lát var á árásum Írana og Ísraela á fimmta degi átakanna þrátt fyrir ákall erlendra leiðtoga um stillingu.

Ísraelsher greindi frá því að gerðar hefðu verið tvær bylgjur af loftárásum í vesturhluta Íran. Einnig greindi herinn frá því að íranska hershöfðingjanum Ali Shadmani hefði verið ráðinn bani í Teheran, höfuðborg Írans, aðfaranótt þriðjudags. Íranskir miðlar greindu frá því að árásir hefðu verið gerðar í borginni Isfahan, þar sem er að finna kjarnorkuinnviði, og að víðtæk truflun hefði orðið á netsambandi í landinu í gær. Ekki var ljóst hvað olli en Íran setti takmarkanir á netnotkun eftir að Ísraelsmenn hófu árásir á landið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert