Flytja hundruð evrópskra ríkisborgara frá Ísrael

Íranar svaraði árásum Ísraelsmanna og hafa árásir gengið á víxl …
Íranar svaraði árásum Ísraelsmanna og hafa árásir gengið á víxl síðan á föstudag. AFP/Jack Guez

Yfirvöld fjölda ríkja Evrópu hafa skipulagt brottflutning hundruð ríkisborgara sinna frá Ísrael í dag og á morgun vegna átakanna á milli Íran og Ísrael sem stigmagnast með hverjum deginum og hafa kostað almenna borgara lífið.

Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is á sunnudag kom fram að þrír íslenskir ríkisborgarar í Ísrael hefðu látið vita af sér en að umræður um brottflutning hefðu ekki átt sér stað. Ekki hefur fengist svar við því í dag hvort eitthvað hafi breyst í þeim efnum.

Ísrael hóf á föstudag árásir á kjarnorkuinnviði Íran og hafa árásir gengið á víxl síðan þá. Þá hefur komið fram að Bandaríkjaforseti íhugi að gera árás á Íran.

Ferðir í dag og á morgun

Um 200 Þjóðverjar verða í dag fluttir með farþegaflugi frá Amman í Jórdaníu og gert er ráð fyrir að önnur ferð verði farin á morgun.

Þá hafa yfirvöld á Ítalíu útvegað flug þeim ítölsku ríkisborgurum sem dvelja á svæðinu og vilja komast í burtu.

Að minnsta kosti 105 grískir ríkisborgarar hafa verið fluttir til Aþenu frá Sharm El-Sheikh í Egyptalandi með þotum gríska flughersins. Ríkisborgarar fleiri Evrópulanda og Bandaríkjanna voru fluttir með í þeim ferðum.

Áætlað er að fyrsti hópur pólskra ríkisborgara verði fluttur frá Ísrael í dag og búið er að skipuleggja aðra ferð á morgun.

Þá flutti einkaþota 148 af svæðinu til Sofiu í Búlgaríu í nótt, þar á meðal 89 Búlgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert