Fornleifafræðingar á Jótlandi fara með himinskautum í kjölfar þess er 30 grafir frá víkingatímabilinu fundust í nágrenni hins forna mektarseturs Árósa og Lisbjerg, áður nágrannaþorps en nú úthverfis.
Hafa munir í gröfunum vakið athygli og segir sagnfræðingurinn Kasper H. Andersen að þeir afhjúpi heim víkinga fyrir þúsund árum, en gripir þessir, stöðutákn þeirra sem valdið höfðu í fyrndinni, eru augljóslega komnir langt að.
Lesa má nánar um málið á bls. 14 í Morgunblaðinbu og í Mogga-appinu í dag.