Meira en 50 orrustuþotum beitt í árásum Ísraela

Reyk leggur frá Teheran, höfuðborg Írans.
Reyk leggur frá Teheran, höfuðborg Írans. AFP

Talsmenn Ísraelshers segir herinn hafa gert árás á íranska skilvinduframleiðslustöð og margar vopnaframleiðslustöðvar í nótt.

Meira en 50 orrustuþotur ísraelska flughersins hafi gert fjölda loftárása á Teheran í nótt að því er fram kemur í yfirlýsingu frá hernum. Árásirnar eru hluti af víðtækri viðleitni til að trufla kjarnorkuvopnaþróunaráætlun Írans sem var að framleiða skilvindu í Teheran.

Ráðist var á nokkrar vopnaframleiðslustöðvar, þar á meðal aðstöðu til að framleiða íhluti í flugskeyti til notkunar á landi niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert