Minnst 21 féll í einni hræðilegustu árasinni

Að sögn Selenskís var 440 drónum og 32 flugskeytum skotið …
Að sögn Selenskís var 440 drónum og 32 flugskeytum skotið á loft í árásunum. Hvatti hann alþjóðasamfélagið til að loka ekki augunum gagnvart ástandinu. AFP/Genya Savilov

Að minnsta 21 féll og meira en 130 særðust í eldflauga- og drónaárásum Rússa á Kænugarð í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu frá úkraínsku neyðarþjónustunnar.

Rússar skutu tugum dróna og eldflauga á Kænugarð aðfaranótt þriðjudags í því sem Volodimír Selenskí forseti Úkraínu hefur kallað eina hræðilegustu árásina á höfuðborgina í stríðinu til þessa.

Hafna skilyrðislausu vopnahléi

Í rústum níu hæða fjölbýlishúss í Solomíanskí-hverfinu fundust 16 lík.

Að sögn Selenskís var 440 drónum og 32 flugskeytum skotið á loft í árásunum. Hvatti hann alþjóðasamfélagið til að loka ekki augunum gagnvart ástandinu.

Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði herinn hafa gert nákvæmar árásir á hernaðarinnviði í og við Kænugarð. Yfirvöld í Moskvu hafa bætt í árásir á Úkraínu þrátt fyrir tilraunir Bandaríkjanna til að koma á vopnahléi. Meira en þrjú ár eru frá því að Rússar réðst inn í Úkraínu.

Yfirvöld í Moskvu hafa hafnað skilyrðislausu vopnahléi sem yfirvöld í Kænugarði og evrópskir bandamenn þeirra hafa krafist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert