Hitabeltisstormurinn Erick, sem stefnir að suðvesturströnd Mexíkó, hefur nú náð styrk fellibyls en vindhraðinn er um 120 km/klst.
Miðstöð fellibylja í Bandaríkjunum hefur varað er við því að fellibylnum muni fylgja mikil úrkoma með tilheyrandi flóðum og aurskriðum, þá aðallega í ríkjunum Oaxaca og Guerrero.
Búist er við því að vindstyrkurinn aukist enn frekar í dag og að Erick verði orðinn að meiriháttar fellibyl þegar hann kemur upp að ströndinni á fimmtudag.
Íbúar á svæðinu hafa verið varaðir við og beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir.