„Rusldrottningin“ dæmd í sex ára fangelsi

Bella Nilsson (í miðjunni).
Bella Nilsson (í miðjunni). AFP

Sænskur dómstóll hefur dæmt konu sem hefur kallað sig „rusldrottninguna“ í sex ára fangelsi.

Hún var fundin sek í 19 liðum fyrir „alvarlegan umhverfisglæp“ en hún hafði verið sökuð um ólöglega losun á eitruðum úrgangi í gegnum fyrirtæki sitt Think Pink.

Alls voru tíu manns fundir sekir í málinu, þar á meðal „rusldrottningin” Bella Nilsson, fyrrverandi forstjóri Think Pink. Hún starfaði áður sem nektardansmær og rak erótíska klúbba í Stokkhólmi á tíunda áratugnum. Hún var dæmd fyrir bókhaldsbrot árið 1998.

Hún skrifaði endurminningar sínar Játningar nektardansmeyjar áður en hún vann til virtra verðlauna árið 2018 fyrir stjórnun sína á Think Pink.

Fjórar aðrar lykilpersónur í dómsmálinu voru dæmdar í á bilinu tveggja til fjögurra og hálfs árs fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert