Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður að því í dag hvort Bandaríkin ætli að feta í fótspor Ísraels og hefja árásir á Íran.
Svarið var loðið en forsetinn nefndi að írönsk stjórnvöld hefðu óskað eftir samningaviðræðum við Bandaríkin.
„Kannski geri ég það, kannski ekki. Ég meina, enginn veit hvað ég mun gera,” sagði Trump um mögulegar árásir á Íran við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið.
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, greindi frá því fyrr í dag að herþotur hefðu eyðilagt „höfuðstöðvar öryggismála” í Íran.
Áður hafði herinn tilkynnt að hann hefði hafið skotárásir á hernaðarleg svæði í Teheran, höfuðborg Írans.